Margir stuðningsmenn Chelsea voru afskaplega óánægðir með dómgæsluna í dag í leik liðsins gegn Manchester City.
Erling Haaland kom Man City yfir með marki af vítapunktinum en Marc Cucurella var dæmdur brotlegur.
Haaland virtist halda í Cucurella áður en sá síðarnefndi felldi Norðmanninn í teignum en dómurinn stóð eftir VAR skoðun.
Chelsea svaraði fyrir sig með tveimur mörkum en Thiago Silva og Raheem Sterling skoruðu og er staðan 2-1.
Vítaspyrnudóminn má sjá hér.
How’s this a penalty when haaland was holding Cucurella ?????
pic.twitter.com/bS3baa88sd— 🌊 (@Vintage_Cfc) November 12, 2023