Það eru breytingar að eiga sér stað hjá Sádi arabíska félaginu Al-Ittihad sem er með stórstjörnur innanborðs.
Nuno Espirito Santo var rekinn úr starfi sem þjálfari félagsins á dögunum þar sem liðið er 11 stigum á eftir toppliði Al-Hilal eftir 13 leiki.
Al Ittihad er að horfa fram veginn og vill fá inn reynslumikla menn eins og ítölsku goðsögnina Paolo Maldini.
Maldini gerði garðinn frægan sem leikmaður AC Milan en Al Ittihad reynir nú að ráða hann inn sem yfirmann knattspyrnumála.
Maldini er atvinnulaus þessa stundina en hann var síðast yfirmaður knattspyrnumála Milan en var rekinn í sumar eftir breytingar hjá félaginu.