Arsenal er ekki með karakterana til þess að vinna ensku úrvalsdeildina að sögn fyrrum leikmanns liðsins, William Gallas.
Gallas vill meina að Arsenal sé ekki tilbúið í að vinna deild þeirra bestu á Englandi og þá að leikmannahópurinn sé ekki reiðubúinn í það verkefni.
,,Arsenal er með það í sér að vinna mikilvæga leiki eins og gegn Manchester City en við búumst við að þeir tapi stigum og við vitum ekki af hverju,“ sagði Gallas.
,,Leikurinn gegn Newcastle var eins og hann var, við vitum að það er erfitt að mæta því liði en þetta var leikur sem Arsenal átti að vinna.“
,,Það er munurinn á liði sem er með mikinn karakter og liði sem vantar karakter. Manchester City er með karaktera í sínu liði og það sást í leikjum gegn Manchester United og Sheffield United.“