fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Segir að frammistaða Chelsea hafi verið blekkjandi – ,,Ég hafði ekki gaman að þessu“

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. nóvember 2023 15:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Keane, goðsögn Manchester United, varar stuðningsmenn Chelsea við því að frammistaða liðsins gegn Tottenham á mánudag sé blekkjandi.

Tottenham missti tvo leikmenn af velli í viðureigninni sem varð til þess að Chelsea vann þægilegan 4-1 sigur að lokum.

Leikurinn varð þó ekki þægilegur fyrr en undir lok leiks en Tottenham fékk sín færi þrátt fyrir að hafa spilað níu gegn 11 á sínum heimavelli.

Keane skemmti sér lítið er hann horfði á viðureignina og vill meina að Chelsea hafi ekki staðist væntingar í grannaslagnum.

,,Ég hafði í raun ekki gaman að þessu, það var alltof mikið í gangi. Tveir fengu rautt spjald og gæðin voru ekki mikil í þessum leik,“ sagði Keane.

,,Öll pressan var á Tottenham og þeir fengu hrós frá sínum stuðningsmönnum en Chelsea var í besta falli allt í lagi.“

,,Þegar tveir leikmenn eru reknir af velli þá eyðileggur það leikinn. Leikurinn var stöðvaður alltof oft en leikmenn Tottenham tóku mjög skrítnar ákvarðanir.“

,,Fyrstu 15 mínúturnar voru í lagi en eftir það var ég svekktur með Chelsea. Ég veit að þeir skoruðu seint í leiknum en þar til undir lokin átti Tottenham möguleika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Real Madrid er að missa trúna

Real Madrid er að missa trúna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara

Nauðgunar mál Mbappe ekki lengur á borði saksóknara
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“

Útskýrir hvað gerðist þegar urðað var yfir hann í beinni – „Ég var ekki reiður“
433Sport
Í gær

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn

Sveindís Jane frumsýndi heimsfræga kærasta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki

Sjáðu markið – Hákon Arnar hetjan í Meistaradeildinni með geggjuðu marki