Íþróttavikan heldur áfram að rúlla á 433 og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og gestur þeirra að þessu sinni var Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar.
Stjarnan kom mörgum á óvart í Bestu deild karla í sumar og hafnaði í þriðja sæti og þar með Evrópusæti. Var þeim spáð töluvert neðar.
„Ég hafði alltaf mjög mikla trú á okkur. Við erum ekki að pæla of mikið í því sem aðrir segja,“ sagði hinn 19 ára gamli Eggert, sem var einn allra besti leikmaður liðsins í sumar.
En hver eru markmið liðsins þegar horft er fram veginn?
„Við erum ekki að setja okkur nein titlamarkmið því við viljum bara ná lengra en það. Við viljum verða bara jafngóðir og þessi lið í Skandinavíu, ef ekki betri.“
Umræðan í heild er í spilaranum.