fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Landsréttur þyngdi dóm yfir Márcio fyrir nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 10. nóvember 2023 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur þyngt dóm yfir fertugum manni úr Hafnarfirði, Márcio José Caetano Vieira, fyrir nauðgun, úr tveggja ára fangelsi í tvö og hálft ár. Ákært var vegna atviks sem átti sér stað snemma árs 2019 en Márcio var sakfelldur fyrir glæpinn í Héraðsdómi Reykjaness vorið 2022.

Í niðurstöðu Landsréttar segir svo um brotið:

„Ákærði er í máli þessu sóttur til saka fyrir kynferðisbrot gegn brotaþola með því að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft samræði og önnur kynferðismök við brotaþola án hennar samþykkis en ákærði hafi sest ofan á bringu brotaþola, haldið henni fastri og þvingað getnaðarlim sínum upp í munn hennar og eftir að brotaþoli hafi náð að standa upp, ýtt henni niður á rúm, girt niður um hana, stungið fingrum í leggöng hennar og haft við hana samræði. Ætluð háttsemi ákærða er talin varða við 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Með hinum áfrýjaða dómi var ákærði sakfelldur fyrir þá háttsemi sem lýst er í ákæru og gert að sæta fangelsi í tvö ár. Þá var honum gert að greiða brotaþola 1.800.000 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum.“

Landsréttur lét framkvæmda DNA-ransókn á lífsýnum sem aflað var við skoðun á brotaþola á neyðarmóttöku Landspítlans og rannsókn tæknideildar lögreglu hafði leitt í ljós að innihéldu sáðfrumur. Greining sem Landsréttur lét gera erlendis leiddi í ljós að sáðfrumur úr Márcio fundust í leggöngum og endarþarmi konunnar. Fyrir héraðsdómi hafði hinn ákærði haldið því fram að samfarir hafi verið með vilja konunnar en hann neitaði að hafa haft samfarir við hana í leggöng. Í niðurstöðu Landsréttar segir ennfremur:

„Fallist er á þá niðurstöðu hins áfrýjaða dóms að framburður brotaþola hafi verið trúverðugur um þau atriði sem máli skipta, þar á meðal um það að hún hafi ekki verið samþykk samförunum og látið ákærða vita af því. Framburður ákærða er aftur á móti mjög óljós og misvísandi enda hefur hann tekið miklum breytingum við meðferð málsins hjá lögreglu og fyrir dómi svo sem fyrr hefur verið rakið.“

Segir ennfremur að framburður konunnar fái stoð í framburði annarra vitna og gögnum málsins. Einnig sé til þess að líta að hún hafi án tafar, eftir að hún kom út frá hinm ákærða, haft samband við lögreglu og tilkynnt um nauðgun.

Þó að Landsréttur þyngdi dóminn yfir Márcio þá tekur hann tillit til þess að dráttur hafi orðið á málinu. Um þetta segir í dómnum:

„Ákærði hefur ekki áður hlotið refsidóm. Hann framdi brot sitt 26. janúar 2019 og var það kært samdægurs. Rannsókn málsins virðist að mestu hafa verið lokið 2019, en tvær skýrslur af vitnum voru teknar í desember 2020. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 24. september 2021 og voru þá liðin rúm tvö og hálft ár frá því að rannsókn málsins hófst. Engar skýringar hafa verið gefnar á þeim drættisem varð á rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Við ákvörðun refsingar verður tekið tillit til tafa á rannsókn og ákvörðun um saksókn. Einnig er litið til 1., 2., 6. og 7. töluliða 1. mgr. 70. gr. almennra hegningarlaga. Refsing ákærða þykir hæfilega ákveðinfangelsi í tvö ár og sex mánuði.“

Dóma Landsréttar og héraðsdóms í málinu má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“