fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Veltir fyrir sér hver verði næsti oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 10. nóvember 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo kann að fara að einhver af núverandi ráðherrum sjálfstæðisflokksins vilji leiða lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Jafnvel gæti farið svo að slagur verði milli tveggja ráðherra um oddvitasætið, skrifar Dagfari á Hringbraut.

Það er Ólafur Arnarson sem heldur á penna Dagfara eins og oft áður. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn og málgagn hans, Morgunblaðið, hafa um árabil haldið uppi sjúklegu einelti gagnvart meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur, einkum þó sjálfum borgarstjóranum, Degi B. Eggertssyni. Flokkurinn og málgagnið þoli illa þá staðreynd að Degi hafi tekist að halda flokknum nær valdalausum í borginni frá 2010 og hafi því reynt að koma höggi á borgarstjórann og meirihluta borgarstjórnar með linnulausum árásum og beinlínis rógi nánast í hverri einustu viku um árabil.

Árangurinn af einelti minnihlutans sé hins vegar enginn eins og úrslit margra kosninga staðfesti. Kjósendur vilji Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega ekki til valda í Reykjavíkurborg.

Ólafur segir hverjum einnota oddvita Sjálfstæðisflokksins á fætur öðrum hafa verið hafnað í borginni og þeir hraktir á brott til að ryðja nýjum brautina. Jón Gnarr, sem hafði ekki komið áður nærri stjórnmálum, hafi leikið Hönnu Birni Kristjánsdóttur grátt árið 2010. Flokkur Jóns Gnarr myndaði meirihluta með Samfylkingunni og óhætt er að segja að Dagur B. Eggertsson hafi ráðið öllu sem hann vildi ráða það kjörtímabil en hann gegndi þá stöðu formanns borgarráðs.

Næstur til að ganga plankann hafi verið Halldór Halldórsson, áður bæjarstjóri á Ísafirði, sem leiddi lista flokksins 2014 en hlaut háðulega útreið. Kjörfylgið nam einungis 25 prósentum. Þá hafi verið komið að Eyþóri Arnalds, sem hafði getið sér orð sem bæjarstjórnarmaður á Selfossi en reynst einnota í borginni eins og hinir þó að hann hafi fengið 30 prósenta fylgi vorið 2018. Vorið 2022 spreytti Hildur Björnsdóttir sig á leiðtogahlutverkinu og fór með fylgi flokksins niður í 24 prósent sem er það lægsta sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með í sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík frá upphafi.

Ólafur segir núverandi forystufólk flokksins í Reykjavík hafa nánast dregið sig í hlé það sem af er kjörtímabilinu, flokkurinn sé forystulaus í borginni en Kjartan Magnússon, sem skipaði þriðja sætið, hafi verið helsti talsmaður flokksins og haldið uppi linnulausum rógi og útúrsnúningum sem flestir kjósendur sjái í gegnum. Svo virðist sem þær Hildur Björnsdóttir og Ragnheiður Alda Vilhjálmsdóttir í sætunum fyrir ofan Kjartan hafi gefist upp, láti lítið fyrir sér fara en þiggi launin sín frá borginni. Ein og hálf milljón á mánuði séu ekki slæm kjör fyrir hóflegt vinnuframlag.

Ólafur gefur sér að Sjálfstæðisflokkurinn sé byrjaður að svipast um eftir nýjum oddvita fyrir næstu kosningar sem verða vorið 2026. Enn einn einnota leiðtoginn bætist við með Hildi Björnsdóttur og enginn í núverandi borgarstjórnarflokki sé líklegur til að fá að spreyta sig næst.

Ólafur bendir á að næstu þingkosningar verði í síðasta lagi árið 2025 þótt fáir trúi því að núverandi ríkisstjórn nái að heyja dauðastríð sitt svo lengi. Enginn vinni sitt dauðastríð og takmörk séu fyrir því hve lengi ríkisstjórn getur starfað lifandi dauð eins og staðan sé núna. Verði úrslit næstu kosninga í námunda við það sem allar skoðanakannanir hafa gefið til kynna allt þetta ár gæti það hæglega gerst að Sjálfstæðisflokkurinn yrði utan ríkisstjórnar að kosningum loknum.

Þá skyldi enginn útiloka að einhver núverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins væri til í að spreyta sig á því að leiða lista flokksins í næstu borgarstjórnarkosningum. Sá sem væri líklegastur til að geta náð árangri og bætt veika stöðu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn er vitanlega Guðlaugur Þór Þórðarson, sá reyndi og klóki stjórnmálamaður. Einnig mætti ætla að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefði áhuga á að spreyta sig. Hún ætti alla vega að geta gengið að stuðningi Morgunblaðsins vísum en faðir hannar er stjórnarformaður blaðsins á vegum aðaleigendanna í Vestmannaeyjum. Blaðið hefur lagt sig fram um að halda uppi linnulausu einelti gagnvart borgarstjórnarmeirihlutanum, reyndar án sjáanlegs árangurs hingað til.

Hver veit nema það rofi til í forystumálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ef reyndir ráðherrar flokksins verða á lausu.“

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?