fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Seinni hluti um makaskipti á Íslandi: Hittu skyldmenni í swingpartýi – „Það má með sanni segja að þetta hafi verið mjög vandræðalegt augnablik“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 22:00

Samsett mynd, tengist greininni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskur karlmaður, sem kemur fram nafnlaus, deilir upplifun sinni og eiginkonunnar á swing-senunni hér á landi. Við birtum fyrri hluta á föstudaginn þar sem hann sagði frá furðulegu atviki með ungu pari í Garðabæ og hvaða síðu swingerar nota til að tengjast.

Skrif hans hafa áður vakið athygli. Í pistli sem birtist á DV í lok október greindi hann frá ævintýrum hans og eiginkonunnar á kynlífsklúbbum á Kanaríeyjum. 

Lestu seinni hlutann hér að neðan. Við gefum honum orðið:

Ísland er lítið land

„Það er alveg magnað hvað Ísland er lítið land og það eru alveg líkur á að ef þið farið í þennan lífsstíl að þið munið hitta fólk sem þið þekkið. Einnig er fólk í þessu sem er mjög þekkt í þjóðfélaginu en ég mun aldrei bregðast við með að nafngreina, hvorki fræga né aðra, meðlimi í þessum jaðarhóp.

Við hjónin höfum tvisvar lent í því að hitta aðila sem við þekkjum.

Annað skiptið var mjög saklaust, stuttu eftir að við skráðum okkur vorum við að spjalla við par og það komst upp eftir stutt spjall og deilingu mynda á Sdc að við strákarnir þekktumst.

Það var aðili sem ég kynntist í gegnum vin minn og ég hafði oft unnið með honum í okkar starfi. Ég allavega þekkti hann það vel að ég var með símanúmerið hans í símaskránni minni. Það reyndist bara vera hin mesta lukka því að þau hjónin eru með langa reynslu úr lífsstílnum og ég hringdi í hann strax og við áttum frábært spjall.

Við hringjumst oft á í dag og spjöllum um sameiginlegt áhugamál okkar og þau hafa reynst okkur hjónum mjög vel.

„Mjög vandræðalegt augnablik“

Hitt skiptið var í partýi sem okkur var boðið í. Það voru hjón frá Bandaríkjunum sem stóðu fyrir því og höfðu þau leigt stóra Airbnb íbúð undir atburðinn. Þetta var í fyrsta skiptið sem okkur hafði verið boðið í svona á Íslandi og vorum við spennt fyrir því að fara. Það var fólk á gestalistanum sem við þekktum eins og þessi vinur minn og reynslumikla parið sem við fórum á „social“ með alveg í byrjun.

Á leiðinni fór konan mín að hafa áhyggjur af því að það væri einhver þarna sem að væri hugsanlega tengdur okkur. Ég svaraði því með því að bera upp tölfræði af því að á Íslandi væru tæplega 400 þúsund manns og að það væru kannski bara 40 manns í þessu partýi. Ekki hafa áhyggjur sagði ég, það eru nánast engar líkur á að hitta einhverja þarna sem væru tengdir okkur hvað þá skyldmenni.

Við lögðum bílnum og gengum upp tröppurnar að hurð sem var opin. Þegar gengið var inn var mikið af fólki í stofunni og voru allir raðaðir upp í stóran hring. Það var verið að kynna sig og segja stutt frá sér og þannig. Fyrsta fólkið sem við sáum þegar við komum inn var skyldmenni konunnar minnar og maðurinn hennar. Það má með sanni segja að þetta hafi verið mjög vandræðalegt augnablik.

En ef maður hugsar þetta nú rökrétt þá er ekki eins og að þau séu að fara að kjafta frá okkur og öfugt. Við spjölluðum svo aðeins við þau í eldhúsinu seinna um kvöldið og hlógum bara af þessu. Þetta hefur ekkert vafist fyrir okkur síðan og er þetta í dag bara fyndin saga sem við deilum oft með fólki í þessum lífsstíl.

Heilsteypt og gott fólk

Okkar upplifun er að fólk sem lifir og hrærist í þessum lífsstíl er lang flest mjög heilsteypt og gott fólk og við höfum eignast marga góða vini hérlendis og erlendis. Góð sambönd myndast og það er okkar reynsla að mikill kærleikur og virðing ríkir á milli fólks.

Við erum yfirleitt bara að hitta fólk einu sinni, en það hefur alveg komið fyrir að við hittum fólk oftar og við eigum til dæmis einn karlkyns vin sem við höfum hitt nokkrum sinnum. Hann er vel menntaður, sexý, aðeins eldri en við, í góðri stöðu og er mjög vel á sig kominn líkamlega og andlega. Það er óhætt að segja að við náum öll vel saman og það er alltaf örugg skemmtun að hitta hann.

Það er samt alls ekki ráðlegt að fara þessa braut nema að það sé fullur áhugi frá báðum aðilum og að það ríki fullkomið traust á milli aðila. Það væri til dæmis mjög óráðlegt að prufa þetta til að bjarga sambandinu.

Okkar samband er mjög sterkt. Samskiptin eru sterk og er það ástæðan fyrir því að ég opnaði fyrst á þetta við konuna mína þegar ég sagði henni að ég væri með fantasíu um að deila henni með öðrum manni. Ég var búinn að með þessar tilfinningar í fyrri samböndum en þorði ekki að tjá mig um það.

Skilaboðin eru skýr, ef ykkur langar til að feta þessa braut þá mæli ég með því að þið gerið ykkur ekki of miklar væntingar. Ég mæli með því að þið ræðið málin lengi og vel áður og setjið ykkar reglur og mörk.

Ég mæli líka með því að nota áfengi sparlega. Við höfum ekki oft verið með fólki sem var drukkið, það er eiginlega helst á klúbbum erlendis. Og fyrir karlmennina þá mæli ég með notkun á stinningarlyfjum, það lenda allir í því að missa stinningu undir álagi og ég tala nú ekki um á klúbbum og í hópkynlífi.

Better safe than sorry.“

Lestu fyrri hlutann hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart