fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Kynlífstæki koma íslenskum foreldrum í vandræði – „Maður er bara orðinn stressaður að fara með börnunum út í búð“

Fókus
Föstudaginn 10. nóvember 2023 12:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í haust fór verslunarkeðjan Nettó að selja kynlífstæki í samstarfi við Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda Blush.

Sjá einnig: Nýjungar í matarkörfunni hjá Nettó

Blush er stærsta kynlífstækjaverslun landsins og selur kynlífstæki til landsmanna í tonnatali. Aukin eftirspurn eftir kynlífstækjum hefur snaraukið framboð og sýnileika þeirra, sem getur kannski reynst erfitt fyrir foreldra ungra barna sem eru forvitin um þessi skemmtilega útlítandi tæki.

Ein móðir deildi raunum sínum í Facebook-hópinn Mæðra Tips.

„Ókei, það eru farin að vera kynlífstæki út um allt. Börnin mín eru á yngsta stigi grunnskóla og vita hvernig börnin verða til en vita ekki að kynlíf er líka stundað án þess að búa til börn.

Nú eru komin kynlífstæki í Nettó, þetta er auglýst í sjónvarpinu og ég er reglulega spurð hvernig búð Blush er.

Eruð þið að segja börnunum frá þessu dæmi eða? Þetta er að tröllríða (hehe) öllu hérna og maður er bara orðinn stressaður að fara með börnunum út í búð, ég er varla ein sem á forvitin börn. Segið þið svona ungum börnum að þetta séu kynlífstæki? og hvernig útskýrið þið hvað kynlífstæki er? Hjálp?“

„Dót fyrir fullorðna?“

Aðrar mæður reyndu að hjálpa konunni með svar til barnanna.

„Dót fyrir fullorðna? Lærir kannski að nota þau þegar þú verður stór?“

„Kynlíf er bara eðlilegasti hlutur í heimi og ekkert að því að útskýrt sé fyrir börnum hvernig þau verða til um leið og þau spyrja að því. En auðvitað svarað eftir aldri og þroska. Varðandi kynlífstæki er alveg hægt að segja að þetta sé fyrir fullorðna.“

„Segja bara að þetta sé fyrir ástfangna fullorðna og að þú getir útskýrt það betur þegar þau verða eldri.“

Ein sagði að hún reynir að ræða flesta hluti opinskátt við börnin hennar „á því stigi sem hentar þeirra aldri og þroska. Við foreldrar erum gjörn á að vanmeta vitneskjuna sem börn fá í gegnum vini/skóla/samfélagsmiðla/umhverfið þannig að ef þau spyrja er um að gera að fræða þau af skynsemi (af því við vitum að umræður barna um hlutina geta orðið ansi bjagaðar).

Ég skal samt viðurkenna að mér brá þegar sonur minn var 10 ára og spurði hvort að við gætum farið í Blush frekar en Rush næst þegar við færum til Reykjavíkur. Hann hafði heyrt auglýsinguna „Blush, ævintýraheimur fullorðnafólksins“ í útvarpinu og fannst hann orðinn svo agalega fullorðinn að það væri sennilega eðlilegt næsta skref,“ segir ein við hlátraköll annarra meðlima.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“

Einbýlishús á einstökum stað til sölu – „Konfekt fyrir augun“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”

Sirrý um erfiða tíma – „Út frá því fékk ég hugrekkið til að segja upp vinnunni minni”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið

Þetta fannst lesendum DV um Skaupið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa

Ferðamaður lét kuldann ekki stöðva sig við Skógafoss – Myndbandið hefur fengið yfir 17 milljónir áhorfa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“

Skiptar skoðanir á Skaupinu – „Ég var ekki alveg sátt“ – „Man ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“