fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Mannslátið í Bátavogi: Sakaði sambýlismanninn um að eitra fyrir hundinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konan sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa orðið sambýlismanni sínum að bana í Bátavogi í september síðastliðnum sakaði manninn um að hafa eitrað fyrir smáhundi hennar sem var af tegundinni Chihuahua. Hundurinn fannst dauður í frystihólfi í ísskáp í íbúðinni.

Nútíminn greindi frá þessu í morgun.

Maðurinn, sem var á sextugsaldri, fannst látinn laugardaginn 23. september og hefur málið verið rannsakað sem manndráp. Var greint frá því í fréttum í byrjun október að hinn látni hafi verið með áverka á hálsi og kynfærum. Þá var staðfest að smáhundur hefði fundist dauður í íbúðinni.

Í frétt Nútímans kemur fram að konan hafi haldið því fram sama kvöld og hún var handtekinn að hinn látni hafi eitrað fyrir hundinum. Er hún sögð hafa haldið því fram að maðurinn hafi blandað einhvers konar eitri í drykkjarskál hundsins með þeim afleiðingum að hann dó.

„Hún sagðist handviss um það að maðurinn hefði drepið þessa tík og var í raun í miklu uppnámi vegna þess. Hún var ekkert að kippa sér upp við það að sambýlismaðurinn hennar hafði skömmu áður látið lífið. Hún talaði bara um þennan hund sem hún sýndi okkur í frystinum,“ hefur Nútíminn eftir einum af heimildarmönnum sínum.

Nútíminn hefur eftir Grími Grímssyni, yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að örlög smáhundsins séu á meðal þess sem er nú er rannsakað. Þá hafi lögregla í rannsókn sinni rætt við á þriðja tug einstaklinga.

DV ræddi við Ævar Pálma Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjón hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þann 18. október síðastliðinn. „Rannsóknin gengur út á að þarna hafi verið um manndráp að ræða og það er aðeins ein manneskja sem er grunuð, sú sem er í gæsluvarðhaldi.“

Umfjöllun Nútímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans