Jurgen Klopp var ekki í miklu stuði eftir tap Liverpool gegn Toulouse í gær.
Liðin mættust í riðlakeppni Evrópueildarinnar og fór franska liðið með 3-2 sigur af hólmi á heimavelli sínum.
Eftir leik mætti Klopp á blaðamannafund en varð verulega pirraður yfir látunum þar inni. Heyrðist lítið í honum fyrir fagnaðarlátunum í stuðningsmönnum Toulouse.
Daily Mail segir svo frá því í dag að pirringurinn hafi líka verið því blaðamannafundurinn var haldinn í tjaldi hinum megin við götuna frá vellinum og þurfti Klopp og blaðamenn að fara í gegnum þvögu stuðningsmanna til að komast þangað.
Þá voru lætin mikil sem fyrr segir.
Myndband af þessu er hér að neðan.
Jurgen Klopp wasn't happy about his press conference being interrupted by Toulouse fans celebrating their win over Liverpool 👀🥳 pic.twitter.com/Kl8IZItlqE
— ESPN UK (@ESPNUK) November 10, 2023