fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ótrúleg breyting: Birti átakanlega mynd frá deginum sem hún hætti að drekka

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2023 10:33

Jessica Simpson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söng- og leikkonan Jessica Simpson birti átakanlega mynd frá deginum sem hún hætti að drekka áfengi fyrir sex árum síðan.

Þessi mynd var tekin um morguninn þann 1. nóvember 2017.

Jessica hefur verið mjög opin með edrú vegferð sína. Hún skrifaði meðal annars um það í endurminningum sínum, Open Book, sem kom út árið 2020. Hún sagðist hafa verið að „drepa mig á drykkju og pilluáti.“

Í bókinni sagðist hún hafa náð botninum eftir hrekkjavökupartí heima hjá sér árið 2017, þann 1. nóvember, sama dag og umrædd mynd var tekin.

Jessica Simpson í dag.

Árið 2021 birti hún einlæga Instagram-færslu á fjögurra ára edrúafmælinu.

Hún sagði að manneskjan á myndinni væri óþekkjanleg útgáfa af henni og rifjaði upp augnablikið þegar hún áttaði sig á því að hún þyrfti að hætta að drekka.

„Drykkjan var ekki vandamálið. Ég var það. Ég elskaði ekki mig sjálfa. Ég bar ekki virðingu fyrir eigin krafti. En ég geri það í dag […] Ég er hrottalega hreinskilin og þægilega opin. Ég er frjáls,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum