Þetta er langt því frá fyrsta dauðsfallið af völdum bjarndýrs í Japan á þessu ári en talið er að minnst fimm einstaklingar hafi látist í slíkum árásum á þessu ári.
Þetta teljast nokkur tíðindi enda teljast árásir bjarndýra á mannfólk tiltölulega sjaldgæfar í Japan. Áður en árið 2023 gekk í garð höfðu liðið meira en tíu ár frá árás sem endaði með dauða.
Maðurinn sem fannst í byrjun mánaðarins hét Kanato Yanaike en hann hafði farið í fjallgöngu nokkrum dögum áður en ekki skilað sér heim.
Lík hans var illa farið og má telja fullvíst að brúnbjörn hafi ráðist á hann en þeir halda til á þessum slóðum. Þann 31. október réðst bjarndýr á þessum slóðum á þrjá menn sem allir komust þó lífs af. Tveir slösuðust alvarlega og útiloka yfirvöld ekki að sama dýr hafi ráðist á mennina og réðst á Kanato.