Það er allt útlit fyrir að Sir Jim Ratcliffe muni eignast 25% hlut í Manchester United á næstunni. Mun hann reyna að taka til á fótboltahlið félagsins.
Ratcliffe hefur stutt United allt sitt líf og ætlar sér að reyna að bæta árangur félagsins innan vallar þar sem lítið hefur gengið undanfarið.
The Sun greinir þá frá því í morgun að eitt af því fyrsta sem Ratcliffe muni gera verði að krefjast útskýringa á eyðslu félagsins í leikmenn undanfarin áratug frá því Sir Alex Ferguson hvarf á brott.
United hefur á þeim tíma eitt 1,4 milljarði punda í leikmenn sem flestir hafa lítið getað. Má nefna Paul Pogba á 85 milljónir punda, Antony á 89 milljónir punda, Romelu Lukaku á 75 milljónir punda, Jadon Sancho á 73 milljónir punda, Angel Di Maria á 60 milljónir punda, Anthony Martial á 45 milljónir punda og Donny van de Beek á 40 milljónir punda.
Titlarnir og árangurinn hafa ekki verið í samræmi við þetta og vill Ratcliffe útskýringar á hvernig félagið fór að þessu til að reyna að koma í veg fyrir þetta í framtíðinni.