Stuðningsmenn og leikmenn Chelsea voru alls ekki ánægðir með ráðningu liðsins á fyrrum þjálfara Liverpool, Rafael Benitez, árið 2012.
Benitez var aldrei vinsæll á meðal stuðningsmanna Chelsea og það sama má segja um leikmenn liðsins að sögn John Obi Mikel sem lék með liðinu á þessum tíma.
Benitez entist ekki lengi í starfi á Stamford Bridge en hann náði ekki góðri tengingu við leikmenn og hvað þá við stuðningsmenn.
Spánverjinn tók við af fyrrum leikmanni Chelsea, Roberto Di Matteo, sem hafði unnið Meistaradeildina með félaginu stuttu áður.
,,Við sættum okkur ekki við þessa ráðningu, augljóslega var Liverpool mikill keppinautur okkar á þessum tíma en ég er líka viss um að stuðningsmenn hafi ekki verið hrifnir,“ sagði Mikel.
,,Það var eitthvað við Rafa sem gerði stuðningsmennina pirraða. Það sama má segja um leikmenn, við horfðum ekki á hann sem einn af okkur.“