fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Enskir miðlar velta fyrir sér hvort Sancho sé að gefa eitthvað í skyn með þessu athæfi á samfélagsmiðlum

Helgi Sigurðsson
Föstudaginn 10. nóvember 2023 08:07

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jadon Sancho er áfram úti í kuldanum hjá Manchester United en enskir miðlar fylgjst vel með því sem hann gerir á samfélagsmiðlum.

Englendingurinn ungi, sem kom til United fyrir 73 milljónir punda frá Dortmund 2021, hefur átt í stríði við knattspyrnustjórann Erik ten Hag og fær ekki að koma nálægt aðalliðinu.

Það er talið næsta víst að hann fari í janúar en hvert er ekki ljóst.

Enskir miðlar vekja nú athygli á því að síðustu fjögur „like“ Sancho á samfélagsmiðlum séu á færslur Real Madrid og Dortmund.

Sancho hefur verið orðaður við endurkomu til Dortmund en félagið gæti átt í vandræðum með launapakka hans.

Það er hins vegar öllu ólíklegra að Real Madrid taki sénsinn á Sancho.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina

Arsenal býst við að lykilmaðurinn verði með um helgina
433Sport
Í gær

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik

Heilt ár síðan stórstjarnan skoraði mark í keppnisleik
433Sport
Í gær

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Í gær

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða

Lýsir súrealísku augnabliki – Var beðinn um að hringja í Gylfa Þór og bjóða honum út að borða
433Sport
Í gær

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford