fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Kom til Íslands til að hitta vin en endaði í fangaklefa

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 07:16

Verkefni lögreglu voru fjölbreytt að vanda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt og voru verkefnin býsna fjölbreytt.

Í miðborginni var tilkynnt um einstakling sem væri búinn að sofa í anddyri hótels í nokkra daga. Lögregla ræddi við manninn sem sagðist ekki eiga í nein hús að venda.

Hann sagðist hafa komið til Íslands nokkrum dögum áður þar sem hann ætlaði að gista hjá vini sínum sem síðan svaraði honum ekki í síma. Manninum var boðið að gista í fangaklefa sem hann þáði.

Lögregla, ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, var kölluð út eftir að tilkynnt var um hóp manna vera að veitast að einum manni. Einn af árásarmönnunum var sagður hafa haldið hníf upp að fórnarlambinu. Málið reyndist vera minniháttar rifrildi þegar lögregla kom á vettvang og voru nokkrir úr hópi árásaraðila farnir ásamt þeim sem sagður var hafa verið með hníf. Mennirnir fundust ekki.

Lögregla handsamaði svo ökumann sem reyndi að hlaupa úr bifreið sinni þegar lögregla stöðvaði för hann við umferðareftirlit. Var hann handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu um að stöðva. Ökumaðurinn játaði neyslu fíkniefna og sagðist ekki vilja missa ökuréttindi sín. Ökumaðurinn færður á lögreglustöð þar sem hann var látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.

Þessu til viðbótar aðstoðaði lögregla borgarana við að vísa óvelkomnum aðilum í burtu, dyraverðir voru aðstoðaðir á menntaskólaböllum vegna ölvaðra ungmenna og ölvaðir einstaklingar aðstoðaðir sem ekki gátu komið sér heim sjálfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks