fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ármann segir bara tímaspursmál hvenær gos hefst

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. nóvember 2023 08:00

Grindavík

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þakið er að gefa sig, þetta er bara þannig. Fyrir mér er þetta bara dagaspursmál hvenær þetta kemur upp,“ sagði Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur og jarðefnafræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Ísland, í samtali við Morgunblaðið þegar hann var spurður hvernig hann túlki jarðskjálftahrinuna sem reið yfir Reykjanesskaga í fyrrinótt.

Hann sagði enga spurningu að það muni gjósa, spurningin sé bara hvenær. Það sé ekki hægt að dæla endalaust inn í hólfið, þar sem kvikan er að safnast fyrir. Berg hafi ákveðna sveigju og möguleika til að taka við og að lokum verði spennan orðin svo mikil að þakið bresti og þá sé komið gat upp á yfirborðið.

Hann sagði mikilvægt að strax verði byrjað að tryggja innviði á Reykjanesskaga, búið sé að hanna varnargarða sem munu liggja um virkjunina í Svartsengi og Bláa lónið.

Hvað varðar Grindavík sagði hann að eins og staðan er núna þá nái hraunið ekki að bænum fyrr en eftir 4-5 daga. „Það á ekki að þurfa að vera panik, menn þurfa bara að vita þetta,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi