fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Saga um nýjasta stjörnuparið sögð stórlega ýkt

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 10. nóvember 2023 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem stjörnur Hollywood megi ekki skilja við maka sinn eða einhleypar stjörnur sjást innan 2 metra reglunnar með annarri einhleypri stjörnu fyrr en almenningur og fjölmiðlar eru farnir að koma viðkomandi í samband, burtséð frá hvort vilji stjarnanna er til slíks.

PageSix staðfestir að leikararnir Reese Witherspoon og Kevin Costner eru ekki að deita! en sögusagnir þar um hafa flogið víða í vikunni. Talsmaður Witherspoon segir: „Þessi saga er tilbúningur og ekki sönn.“

Á miðvikudag fór af stað umræða um að ástin hefði kviknað hjá Witherspoon og Costner. 

„Spurning dagsins: Kevin Costner er sagður vera að deita Reese Witherspoon. Ertu að elska þetta nýja par?“ spurði hlaðvarpsstjórnandinn Rob Shuter á X. Í athugasemdum mátti sjá að netverjar voru almennt ánægðir með sambandið, þrátt fyrir að sumir bentu á aldursmun þeirra. Witherspoon er 47 ára og Costner 68 ára, en síðan hvenær spyr ástin um aldur?

Bæði skildu á árinu, Witherspoon tilkynnti í mars að hún væri að skilja við Jim Toth eftir 12 ára hjónaband, þau eiga saman 11 ára dóttur. Hún á einnig 24 ára dóttur og tvítugan son frá fyrra hjónabandi með Ryan Philippe. Hatrammur skilnaður Costner var á allra vörum á árinu og fór ítrekað fyrir dómstóla, áður en hann og Christine Baumcartner gengu frá skilnaði nú í september. Þau voru gift í 19 ár og eiga þrjú börn. Costner á einnig fjögur uppkomin börn frá fyrra hjónabandi og sambandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram