Sky News segir að samkvæmt frétt Yonhap-fréttastofunnar hafi vélmennið verið að lyfta paprikukössum þegar það gerði þau mistök að telja manninn vera kassa. Það ýtti efri hluta líkama hans niður á færiband og braut síðan andlit hans og brjóstkassa.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahús en læknum tókst ekki að bjarga lífi hans.