Sir Jim Ratcliffe sem er að eignast 25 prósenta hlut í félaginu vonast til að ráða yfir því sem hann fær að ráða á mánudag.
Samkvæmt fréttum verður það hlutverk Ratcliffe að stýra fótboltalegu hlið félagsins.
Ratcliffe vill samkvæmt enskum blöðum hefjast handa og vonast til að allt verði frágengið á mánudag.
Búist er við að Ratcliffe ráðist í nokkrar breytingar og háttsettu fólki verði vikið úr starfi.
Ratcliffe vill koma sínu fólki að og vill sjálfur vera með í ráðum þegar næstu skref verða tekin en hann mun eiga félagið með Glazer fjölskyldunni.