Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals segir það orðið miklu erfiðara fyrir íþróttafélög í landinu að sækja sér styrki hjá fyrirtækjum.
Hann segir stórfyrirtæki í landinu frekar vilja skreyta sig með fjöðrum sem eru betri fyrir almenningsálitið.
Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun á Brotkast.is.
„Það fara tíu félög í banka og biðja um milljón hver í samstarfssamning, bankanum fallast hendur og allir fá 100 þúsund. Það er veruleikinn,“ segir Börkur Edvardsson í þættinum.
„Þau eru farin í samfélagslega ábyrgð þar sem er betra PR fyrir sinn sjóð, flottu orð. Loftslagsbreytingar og það, það sér enginn breytinguna á þessu málum. Þau skreyta sig í ársskýrslum með því.“
„Raunveruleg samfélagsleg ábyrgð er að efla barna og unglingastarf, styðja við það góða starf sem félögin reka um allt land. Koma myndarlega að rekstri félaganna, þau líta á þetta sem sníkjur og eru farin að skella í auknum mæli á nefið á okkur.“