Luis Manuel, faðir Luis Diaz hefur verið sleppt úr haldi mannræningja eftir þrettán daga í haldi þeirra.
Hópurinn sem kallar sig ELN rændi mömmu hans og pabba fyrir þrettán dögum en slepptu móðir hans strax úr haldi.
Luis Diaz er leikmaður Liverpool og hann spilaði ekki fyrst um sinn þegar atvikið kom upp.
Hann spilaði hins vegar um helgina gegn Luton og skoraði þar mark þar sem hann biðlaði til hópsins að sleppa gamla manninum úr haldi.
Diaz er nú staddur í Frakklandi og er í byrjunarliði Liverpool sem mætir Toulouse klukkan 17:45.