Gareth Southate, þjálfari enska karlalandsliðsins, tilkynnti hóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024 í dag.
Á blaðamannafundi var hann spurður út í Raheem Sterling, leikmann Chelsea, en hann hefur ekki verið valinn síðan á HM í Katar fyrir ári síðan.
„Hvern á ég að skilja eftir til að koma honum inn?“ spurði Southgate á móti.
„Hann var meiddur í mars og júní og liðið var komið á gott skrið. Við unnum Ítalíu í fyrsta sinn í 60 ár. Frammistöðurnar í júní voru frábærar svo við héldum okkur við þann hóp.“
Southate útilokar ekki að velja Sterling aftur í náinni framtíð.
„Það er mikil samkeppni um stöður og Raheem lítur vel út með sínu félagsliði.“