Gareth Southgate, þjálfari enska karlalandsliðsins, hefur kynnt hóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM 2024.
Enska liðið hefur þegar tryggt sætið á EM í Þýskalandi en á fyrir höndum heimaleik gegn Möltu og útileik gegn Norður-Makedóníu.
Ollie Watkins, framherji Aston Villa, heldur sæti sínu eftir flotta frammistöðu undanfarið og það sama má segja um Callum Wilson og Jarrod Bowen.
Jordan Henderson, leikmaður Al Ettifaq, er þá áfram í hópnum.
Hópinn í heild má sjá hér að neðan.
Your #ThreeLions for their final camp of 2023! 💪
— England (@England) November 9, 2023