fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Kristinn fær engin svör frá Ingu Lind – „Gísli Marteinn tillitssamur við stangveiðifólkið“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 14:00

Kristinn gagnrýnir Ingu Lind og RÚV á BB í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri vestfirska miðilsins Bæjarins besta, gagnrýnir harðlega málflutning Ingu Lindar Karlsdóttur stjórnarmanns í íslenska náttúruverndarsjóðnum IWF um sjókvíaeldi. Hefur hann krafið Ingu Lind um svör við fullyrðingum hennar en ekki fengið það uppfyllt.

Kristinn hefur skrifað mikið um sjókvíaeldi og verður að teljast til stuðningsmanna þess. Eldið fer að lang mestu leyti fram á Vestfjörðum.

Inga Lind var gestur í morgunþættinum Ísland í býtið á Bylgjunni þann 6. október þar sem hún hélt því fram að það væru mest megnis erlendir farandverkamenn sem störfuðu við eldið. Einnig að starfsmenn væru afar fáir, aðeins þriðjungur af fjölda flatbökustaðarins Domino´s á höfuðborgarsvæðinu.

Engin svör borist

Kristinn, sem er stundum kallaður Kiddi sleggja, hrakti þessa staðhæfingu í grein þann 25. október. Benti hann á að til dæmis hjá Arnarlaxi störfuðu 189 manns, allt fólk með lögheimili á Íslandi, þar af 136 á sunnanverðum Vestfjörðum. Hjá Artcic Fish væru allir 125 starfsmenn búsettir á starfssvæði fyrirtækisins, enginn frá starfsmannaleigum.

„Inga Lind Karlsdóttir, stjórnarmaður í The icelandic wildlife fund svarar ekki óskum Bæjarins besta um rökstuðning fyrir fullyrðingum sínum um laxeldi,“ segir Kristinn í annarri grein þann 6. nóvember.

Starfsmenn í fiskeldi væru þrefalt fleiri en starfsmenn Domino´s og fengju hærri laun. Tekjur af eldinu hefði verið 40 milljarðar króna á síðasta ári en tekjur Domino´s 6 milljarðar.

„Inga Lind Karlsdóttir var innt eftir rökum sínum fyrir staðhæfingunum sem hún lét falla í þættinum og spurð að því hvort hún stæði enn við þær. Engin svör hafa borist,“ segir Kristinn.

Einnar messu virði

Í dag beinir Kristinn spjótum sínum að Ingu Lind í enn eitt skiptið í pistli sem nefnist „Inga Lind: fer enn með fleipur“. Einnig að RÚV fyrir að bjóða henni einni að ræða sjókvíaeldi í þættinum Vikan hjá Gísla Marteini föstudaginn 27. október.

„Í samræmi við ákvæði fjölmiðlalaga frá 2011 um lýðræðislegar grundvallarreglur er RÚV gert að gæta þess að uppfylla kröfur um hlutlægni og nákvæmni í fréttum og fréttatengdu efni og gæta þess að mismunandi sjónarmið komi fram, jafnt karla sem kvenna. Var það gert með því að fulltrúi andstæðinga sjókvíaeldis var einn í þættinum og enginn stuðningsmaður eldisins hvorki þá , fyrr né síðar,“ segir Kristinn. „Þetta er svona RÚV útfærsla á lagaákvæðinu.“

Inga Lind hafi gert mikið úr umsvifum stangveiði. Hjá bændum á Norðurlandi og Vesturlandi væri 68 prósent tekna bænda af laxveiði.

„Ekki var innt eftir rökstuðningi við þessa staðhæfingu enda Gísli Marteinn tillitssamur við stangveiðifólkið,“ segir Kristinn og vísar í gögn Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. „En það er einnar messu virði að fara ofan í tiltækar upplýsingar um þetta mál. Atvinnuumsvif skipta máli og ekki síður þær tekjur sem bændur kunna að hafa af stangveiðinni. Niðurstaðan er í stuttu máli sú að 13% er rétta svarið á Vesturlandi og 4% á Norðurlandi sem er víðs fjarri þeim 68% sem Inga Lind hélt fram.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“