fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Bruno Fernandes segir frá því hvernig andrúmsloftið var á meðal leikmanna United í gær

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, viðurkenndi eftir tapið gegn FC Kaupmannahöfn í gær að andinn í hópnum væri ekki sem bestur.

United komst 0-2 yfir í gær en leikurinn breyttist við afar umdeilt rautt spjald sem Marcus Rashford fékk seint í fyrri hálfleik og fór FCK að lokum með 4-3 sigur. Enska liðið er á botni síns riðils í Meistaradeildinni eftir úrslitin.

„Þetta eru mikil vonbrigði. Við hefðum átt að fá eitthvað út úr þessu,“ sagði Fernandes eftir leik.

„Þetta eru erfiðir tímar og andinn er ekki sem bestur því við lögðum hart að okkur tíu gegn ellefu og ákvarðanir fóru gegn okkur.“

United er nú með bakið upp við vegg í riðli sínum og á eftir að mæta Galatasaray og Bayern Munchen.

„Fyrir leik ætluðum við að vinna síðustu þrjá leiki riðilsins og nú þurfum við að vinna síðustu tvo ef við viljum vera áfram í Meistaradeildinni og spila gegn bestu liðunum,“ sagði Fernandes.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt

Sjáðu atvikin: Allt í rugli á Anfield – Fulham slapp en Robertson fékk beint rautt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina

Hvað var Pogba að gefa í skyn? – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hlær að sögusögnunum um Manchester United

Hlær að sögusögnunum um Manchester United
433Sport
Í gær

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli

Sláandi tölfræði Haaland vekur athygli