Raunveruleikastjarnan Bhad Bhadie, sem heitir í raun Danielle Bregoli, hefur nú afhjúpað hverju átta mánuðir á OnlyFans hafa skilað inn á bankareikning hennar.
Rapparinn deildi tíðindunum á Instagram og fengu fylgjendur hennar hreinlega áfall, slíkur var gróðinn. Hún nefndi tímabilið apríl fram í nóvember á árinu 2021, en á þessum tíma þénaði hún um 4 milljarða. Hún byrjaði á miðlinum strax eftir að hún varð lögráða og segir að þessi ákvörðun hafi bjargað henni frá fátækt. Og hvot það nú gerði!
„Ég var svo sem ekkert að ofhugsa þetta á sínum tíma, “ sagði hún nýlega í hlaðvarpi. „En ég var í rauninni skítblönk áður en ég byrjaði á OnlyFans. Mamma stjórnaði fjármálum mínum og gerði hvað sem henni sýndist við peningana mína. Ég var sjálf með um 70 þúsund króna heimild á kortinu mínu.“
Þrátt fyrir að Bhadie hefði þegar teksti að verða fræg þar áður, gefið út tónlist, mætti í viðtöl og aflað sér fylgjenda á samfélagsmiðlum, þá græddi hún ekki persónulega á því ævintýri, heldur móðir hennar. Það var ekki fyrr en hún varð sjálfráða og byrjaði á OnlyFans sem Bhadie hafði sjálf eitthvað á milli handanna. Á aðeins einum mánuði á þeim vettvangi hafði hún slegið öll sölumet á þeirri síðu.
Hún segir að nú geti hún einbeitt sér betur að tónlistinni þar sem hún er komin með stöðugar og góðar tekjur. Hún ætlar að taka sér góðan tíma í að vinna að næstu plötu sinni, enda liggur henni ekkert á og hefur enga þörf á því að selja tónlistina sína.
„Ég gæti vaknað einn daginn og farið inn í hljóðverið og hreinlega tekið upp heila plötu. Ég gæti líka gert ekkert næstu 10 árin. Ég fylgi því bara hvernig mér líður á hverjum tíma. Þess vegna er ég svona mikið ein með sjálfri mér. Ég er enn að læra á mig sjálfa.“
Fyrir þá sem ekki muna þá má Bhadie rekja frægð sína til Dr. Phil. Bhadie kom þangað ásamt móður sinni, en sú síðarnefnda taldi sig þurfa aðstoð til að ráða við vandræðaunglinginn sinn. Hún sagði Bhadie vera erfiða í skapinu og sífellt til vandræða.
Dr. Phil ákvað að aðstoða mæðgurnar og sendi Bhadie á búgarð fyrir vandræðabörn. Áður en það gerðist sigraði Bhadie þó internetið með stælum sínum á sviði Dr. Phil þar sem hún sagði ódauðlega frasann: Cash me outside, how’bout dat? sem setti allt á hliðina.
Eins og margir aðrir sem sigra Internetið átti Bhadie eftir að nýta sér þennan meðbyr næstu árin. Hún var dugleg að vekja athygli á sjálfir sér og fór að gefa út tónlist. Þá lá beint við að hún sneri sér að rappinu, en flytjendur á því sviði eru gjarnan þekktir fyrir vandræðaunglinga stæla.
Sjá einnig: Innlit í villtu veröld Bhad Babie – Byrjaði á frasa hjá Dr. Phil og sló síðan sölumet OnlyFans