fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Stjörnukokkurinn uppljóstrar um nýjasta verkefnið

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 10:06

Hrefna Rósa Sætran

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrefna Rósa Sætran, matreiðslumeistari og eigandi Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins, uppljóstrar því að í næstu viku kemur á markað matreiðslubók úr hennar smiðju. 

Bókin er ekki sú fyrsta sem Hrefna gefur út en í þetta sinn ákvað hún að skrifa fyrir krakka á öllum aldri. 

„Ég gekk með þessa hugmynd í maganum í nokkur ár eða alveg frá því að börnin mín byrjuðu að hringja í mig í vinnuna og segja mér að það væri ekki til neitt að borða heima og þau væru að deyja úr hungri. Ég alveg dauð vorkenndi þeim að þurfa vera heima með engan mat og sá þau fyrir mér sveltandi en svo þegar ég kom heim og sá allan matinn sem var til vorkenndi ég þeim að kunna ekki að búa sér neitt til úr honum,“ segir Hrefna um tilurð bókarinnar.

„Svo ég ákvað að skrifa matreiðslubók fyrir krakka á öllum aldri og var svo heppin að fá með mér besta teymið til að láta þetta allt verða að veruleika. Mér fannst erfitt að setja niður hvaða aldur það er því þetta tengist svo áhuga og getu hvers einstaklings. Sum byrja ung að aðstoða heima í eldhúsinu og eru mjög sjálfstæð á meðan önnur byrja ekkert að spá í þessu fyrr en þau eru jafnvel fluttir að heiman.

Bókin er skiptist í kaflana á morgnana, í skólann, eftir skóla, á æfingu, á kvöldin og um helgar sem ég held að sé stórsniðugt fyrir krakka. Svo skrifaði ég fullt af litlum punktum um næringu, hráefni og fleira sem tengist því að elda og borða.“

Myndirnar í bókinni tók  Björn Árnason og Einar Guðmundsson sá um hönnun. „Bókin kemur til landsins í næstu viku en það er hægt að forpanta hana á glænýju heimasíðunni minni www.hrefnasaetran.is og svo verður hún til sölu í öllum verslunum Krónunnar um land allt. Hlakka til að sjá ykkur elda þessar uppskriftir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram