fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Google varar notendur við því að milljónum netfanga verður eytt varanlega í desember – Svona getur þú stoppað það

Pressan
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 10:15

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitarvélarisinn Google hefur varað notendur sínar við því að fyrirtækið ætlar að eyða milljónum aðgöngum að gmail tölvupóstinum. Þetta er liður í stórri uppfærslu og mun ná til allra aðganga sem hafa ekki verið virkir síðutu tvo árin. Þarna undir falla tölvupóstur, gögn, dagatöl, myndir og myndskeið. Öllu verður varanlega eytt.

Uppfærslan verður keyrð í gegn í desember, en hún er í samræmi við stefnu félagsins um varðveislu gagna og eyðingu upplýsinga. Með þessu móti getur félagið takmarkað þann tíma sem það situr á persónuupplýsingum notenda. Eins er hægt að verja notendur betur frá öryggisógnum á borð við allskonar svikapósta sem og fyrir hættunni að brotist sé inn á aðgang þeirra.

Allir aðgangar sem eiga á hættu að vera þurrkaðir út munu fá ítrekaðar viðvaranir sem jafnframt verða send á þau netföng sem notendur hafa gefið upp til vara, eða svokölluð endurheimtar-netföng.

Þeir notendur sem við þessa uppfærslu missa aðgang að gmail-reikningi sínum eiga á hættu að missa aðgengi að öðrum vefsvæðum sem tengjast netfangi þeirra, jafnvel þó þau svæði tengist ekki Google með nokkrum hætti. Til dæmis í tilvikum þar sem fólk hefur skráð sig á þau svæði með því að nota gmail.

Til að bjarga netföngum sínum geta notendur opnað gmail-reikning sinn og hreinlega sent minnst einn tölvupóst. Eins geta þeir notað Google Drive, náð í forrit í gegnum Google Play Store eða hreinlega notað Google-leitina á meðan þau eru skráð inn á reikning sinn.

Allir aðgangar sem hafa verið notaðir til að deila myndböndum á YouTube fall utan uppfærslunnar, alveg sama hversu lengi sá aðgangur hefur verið óvirkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum