Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Víkings, telur að Arsenal gæti unnið Meistaradeild Evrópu í vor.
Arsenal vann þægilegan 2-0 sigur á Sevilla í gær og tyllti sér þægilega á topp síns riðils í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að fara áfram.
„Ég held að Arsenal sé eitt af líklegustu liðunm til að vinna þetta,“ sagði Arnar í uppgjöri á leikjum gærkvöldsins í Meistaradeildinni á Stöð 2 Sport.
Arnar útskýrði sitt mál.
„Ég sé ekki að hin liðin séu nógu sterk, Barcelona, Bayern og Inter jafnvel. Strúkturinn hjá Arsenal er þannig að þeir eru inni í öllum þessum leikjum og eru því, ásamt City, líklegastir til að vinna þetta.“