fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Sleginn út af stöðu veiks fanga sem allir hafa brugðist – „Hann er hræddur, grætur mikið og er einfaldlega ekki sami maður og áður“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 22:10

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanga með alvarlega geðræna kvilla hefur verið haldið í gæsluvarðhaldi mánuðum saman á Litla Hrauni. Frá þessu greinir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, en hann vakti athygli á stöðunni í samtali við fréttastofu RÚV í kvöld.

Umræddur fangi er á fertugsaldri og situr í gæsluvarðhaldi sökum afbrota sem hann er grunaður um að bera ábyrgð á. Fljótlega eftir að hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald fór að bera á alvarlegum geðrænum kvillum og hefur fanginn verið illviðráðanlegur vegna þeirra. Hafi því verið gripið á það ráð að vista manninn í einangrun til að tryggja öryggi hans sem og samfanga.

Ofboðslega veikur maður sem allir hafa brugðist

„Hann er bara ofboðslega veikur í dag, andlega veikur. Maðurinn er í geðrofi og staða hans er bara mjög slæm,“ segir Guðmundur. Vissulega sé fagfólki fyrir að fara í fangelsum sem og geðheilsuteymi, en téður fangi þurfi að komast inn á geðdeild, en bráðageðdeild neitar að taka við honum.

„Þarna erum við bara að tala um mann sem er búinn að vera í kerfinu frá því að hann var barn. Hann hefur verið þolandi í mörgum málum sjálfur, skólakerfið brást honum, velferðarkerfið líka, fjölskylda hans og fangelsiskerfið hafa brugðist honum og nú heilbrigðiskerfið,“ segir Guðmundur, en bráðageðdeild hafi neitað að taka við fanganum nema honum fylgi sólarhringsgæsla einkennisklæddra fangavarða.

Guðmundur hafi fjallað nánar um málið í færslu á Facebook. Þar kemur fram að téðum fanga hafi undanfarnar vikur hrakað verulega.

„Þegar ég ræddi við hann í síðustu viku varð mér ljóst að maðurinn væri kominn á það stig að nú yrði hreinlega að bregðast við. Hann var í geðrofi, með ranghugmyndir, og veit ekki hvar hann er. Hann er hræddur, grætur mikið og er einfaldlega ekki sami maður og áður. Tónninn í orðum hans er eins og hjá öllum öðrum sem hafa endað á að verða sjálfum sér og öðrum hættulegur.“

Guðmundur óttast að maðurinn geri sjálfum sér eða öðrum skaða. Hann hafi í nafni Afstöðu sent tölvupóst á alla sem hann taldi mögulega geta aðstoðað. Þá hafi Fangelsismálastofnun brugðist við og unnið alla helgina að því að finna lausn. Allt kom þó fyrir ekki. Bráðageðdeild neitar enn að taka við fanganum án gæslu.

Eins hafi lögregla neitað að sækjast eftir því að úrskurði um gæsluvarðhald verði breytt í úrskurð um vistun á viðeigandi stofnun, ekki nema samkvæmt fyrirliggjandi vottorð frá bráðageðdeild um að fanginn sé vissulega í geðrofi.

Tli hvers eru geðdeildir landsins?

Svo bráðageðdeild segir nei, og þar með er ekki hægt að fá matið til að fá manninn vistaðan á geðdeild. Guðmundur segir að þarna sé kerfisflækja sem bitni á þessum unga manni.

„Þetta mál hefur fengið mikið á mig. Það er með ólíkindum að það séu enn í dag svo miklir fordómar í kerfinu okkar gagnvart jaðarsettu fólki. Ég fullyrði að margítrekað sé brotið á mannréttindum þessa unga manns sem fær ekki þá læknisaðstoð sem hann þarf. Til hvers eru geðdeildir landsins ef þær eru lokaðar andlega veiku fólki sem getur verið hættulegt sér og öðrum?“

Guðmundur skorar á Willum Þór Þórsson, að taka á þessum málum. Ekki sé ásættanlegt að stjórnendur geðdeilda haldi því blákalt fram að engum sé vísað frá, þegar raunin er önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“