Cristiano Ronaldo hefur ekki talað við Fernando Santos, fyrrum landsliðsþjálfara Portúgal, síðan á HM í Katar.
Santos skellti Ronaldo á bekkinn í útsláttarkeppni HM gegn Sviss og Marokkó. Ronaldo kom inn á sem varamaður er Portúgal datt út gegn Marokkó í 8-liða úrslitum og var hann í tárum eftir leik, enda líklega hans síðasta HM.
„Við höfum ekki talast við síðan í Katar. Þegar ég útskýrði fyrir honum á leikdegi af hverju hann væri ekki að spila misskildi hann mig,“ segir Santos, en hann var rekinn að móti loknu.
Santos segir að hann hafi ekki valið Ronaldo af knattspyrnutengdum aðstæðum en hann hafði upplifað erfiða tíma hjá Manchester United.
„Ef þú spyrð mig er samband okkar eins. Hann er eins og sonur fyrir mér. Daginn sem síminn hringir veit hann að ég er alltaf hér. Hann er sá besti í heimi en var á erfiðum kafla á ferli sínum. Seinni hluti 2022 var mjög slæmur fyrir hann.“