fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Kínverjar telja að mörg hundruð veðurstöðvar séu njósnatæki erlendra ríkja

Pressan
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 07:30

Frá Shanghai. Mynd:KK

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstöðvar um allt Kína eru á vegum erlendra ríkja sem njósna um Kínverja með þessum veðurstöðvum. Þetta er að minnsta kosti það sem kínverska ríkisstjórnin segir og nýtir um leið tækifærið til að breyta lögum svo hægt sé að fylgjast enn nánar með þegnunum en til þessa og þykir nú mörgum nóg um eftirlitið sem hefur verið.

Í meira en tuttugu héruðum hafa ólöglegar veðurstöðvar fundist sem senda veðurupplýsingar til erlendra ríkja að sögn kínverskra yfirvalda. Þetta brýtur gegn kínversku persónuverndarlöggjöfinni og ógnar öryggi ríkisins að mati ríkisstjórnarinnar. CNN skýrir frá þessu.

Ekki hefur verið skýrt frá hvaða erlendu ríki eiga í hlut. Yfirvöld segja að veðurstöðvarnar séu mjög litlar og erfitt að finna þær, auk þess sé mjög auðvelt að setja þær upp. Segja yfirvöld að þær hafi verið settar upp nærri stöðum á borð við herstöðvar og fyrirtæki sem starfa fyrir varnarmálaiðnaðinn. Eru veðurgögnin sögð geta gagnast við að fylgjast með vöruflutningaöryggi, matvælaframleiðslu og loftslagsbreytingunum.

CNN segir að ráðuneyti öryggismála ríkisins segi að þessi ólöglega upplýsingaöflun skaði sjálfstæði Kína og ógni öryggi þeirra.

Kommúnistastjórnin hefur nýtt málið til að herða löggjöf varðandi njósnir og þrengt hana þannig að nú nær hún ekki aðeins yfir ríkisleyndarmál, heldur einnig skjöl og annað sem tengist hagsmunum ríkisins og öryggi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum