fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

300.000 Rússar hafa fallið í stríðinu – Eiga varalið í að minnsta kosti ár til viðbótar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. nóvember 2023 04:13

Úkraínskur hermaður við lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín reiknaði með að það myndi taka rússneska herinn um eina viku að sigra úkraínska herinn og ná Úkraínu á vald Rússa. Það gerðist sem kunnugt er ekki og veikleikar rússneska hersins hafa komið berlega í ljós frá því að hann réðst inn í Úkraínu fyrir tæpum tveimur árum. Talið er að um 300.000 rússneskir hermenn hafi fallið í stríðinu en það virðist ekki koma að sök, enn þá að minnsta kosti, því Rússar hafa stórt varalið sem dugir þeim í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar.

Úkraínski herinn segir að nú hafi rúmlega 300.000 rússneskir hermenn fallið í stríðinu. Það er gríðarlega há tala og sést það best ef litið er til þess að 292.000 bandarískir hermenn féllu í síðari heimsstyrjöldinni á þeim þremur og hálfu ári sem Bandaríkjamenn börðust í henni.

Kyiv Post segir að úkraínski herinn reyni að leggja eins nákvæmt mat á tjón Rússa og hægt er. Meðal annars með því að notast við upptökur frá drónum.

Á hinn bóginn hafa Úkraínumenn ekki birt neinar tölur yfir mannfallið í eigin röðum.

Síðustu tölur rússneskra yfirvalda yfir mannfall rússneska hersins eru frá því í september á síðasta ári en þá var því haldið fram að 5.937 hermenn hefðu fallið.

TV2 hefur eftir Eirki Kristoffersen, yfirmanni norska hersins, að hann þori ekki að segja til um hvort tölur Úkraínumanna séu réttar en sló því föstu að mannfallið sé mikið hjá báðum aðilum. Hann benti einnig á að venjulega sé reiknað með að fyrir hvern fallinn hermenn séu að minnsta kosti tveir eða þrír sem hafi særst. Miðað við það þá hefur allt að ein milljón rússneskra hermanna fallið eða særst í stríðinu.

En þrátt fyrir þetta mikla manntjón er ekki að sjá að Vladímir Pútín hafi áhyggjur af því. „Í Rússlandi skipta mannslíf engu máli. Það skiptir þá engu máli að missa menn og skiptir engu þótt það sé í þúsunda tali. Þetta er eitthvað sem er almennt samþykkt, ekki bara stýrt af stjórnmálamönnum,“ sagði Alina Frolova, hjá Centre for Defence Strategies í Kyiv, í samtali við TV2.

Hún sagði að Rússar séu með að minnsta kosti níu milljónir manna í varaliði sem sé hægt að kalla til herþjónustu og óháð því hversu margir falla eða hversu mikið tjón verði á hergögnum, þá eigi þeir meira en nóg til að dæla út á vígvöllinn.

„Þeir eiga nóg til að halda áfram af sama krafti og í dag í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni