Leikmaður Grindavíkur í Subway deild kvenna, Charisse Fairley, var handtekin við komu sína til New Jersey í Bandaríkjunum. Karfan.is segir frá þessu.
Handtakan átti sér stað þann 2. nóvember en heimsótti Charisse heimalandið í landsleikjahléinu hér heima.
Ekki kemur fram fyrir hvað Charisse var handtekin.
Næsti leikur Grindavíkur er þann 18. nóvember gegn nýliðum Þórs Akureyri.