Thiago gæti verið á förum frá Liverpool eftir tímabilið og vekur hann áhuga á Ítalíu.
Spænski miðjumaðurinn hefur verið mikið frá vegna meiðsla frá því hann kom til Liverpool 2020 en sýnt flottar rispur þess á milli.
Samningur Thiago, sem einnig hefur leikið fyrir stórlið Barcelona og Bayern Munchen, rennur út við lok tímabils og má hann þá fara frítt.
Nú er hann orðaður við Juventus og Inter á Ítalíu sem bæði fylgjast með leikmanninum.
Samkvæmt reglum mega félög utan Evrópu ræða við Thiago frá janúar og gætu Juventus og Inter nýtt sér það.