Stuðningsmenn Chelsea geta ekki beðið eftir því að sjá Christopher Nkunku spila fyrir liðið.
Frakkinn hefur verið frá allt tímabilið til þessa en hann gekk í raðir Chelsea frá RB Leipzig í sumar. Kappinn meiddist hins vegar á undirbúningstímabilinu.
Chelsea hefur saknað leikmanns á borð við Nkunku á tímabilinu til þess en liðið er aðeins að rétta úr kútnum eftir erfiða byrjun.
Nú styttist í endurkomu Nkunku en það verður ekki í stórleiknum gegn Manchester City á laugardag.
Nkunku ætlar sér hins vegar að vera mættur aftur eftir landsleikjahléið sem er þarnæstu helgi.