Manchester United heimsækir FCK í Meistaradeild Evrópu í kvöld í leik sem liðið verður að vinna, liðið vann heimaleikinn gegn danska liðinu með naumindum.
FCK er hins vegar erfitt heim að sækja og það sannar tölfræði liðsins í deild þeirra bestu.
FCK hefur á fimm tímabilum í Meistaradeildinni aðeins tapað tveimur heimaleikjum, unnið sex og gert átta jafntefli.
Árangur United á útivelli er svo ekki góður en liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö á útivelli í Meistaradeildinni.
Ljóst er að Erik ten Hag og hans lærisveinar þurfa því sinn besta dag til að vera á lífi i Meistaradeild Evrópu.