fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Gamalt viðtal við tárvota Jennifer Aniston dregið fram í sviðsljósið – „Bara tilhugsunin um að missa hann“

Fókus
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 15:20

Jennifer Aniston og Matthew Perry voru góðir vinir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal frá árinu 2004 við bandarísku leikkonuna Jennifer Aniston hefur verið dregið aftur fram í sviðsljósið.

Í viðtalinu, sem Diane Sawyer tók fyrir ABC, opnaði Aniston sig um áhyggjur sem hún hafði af vini sínum, leikaranum Matthew Perry, og baráttu hans við fíkn.

Matthew Perry lést á heimili sínu þann 28. október síðastliðinn.  Fyrr í vikunni var greint frá því að Aniston er sögð glíma við mikla erfiðleika í kjölfar fráfalls hans. Hún missti föður sinn fyrir ári síðan og hefur ekki enn jafnað sig á því.

Sjá einnig: Vinir Jennifer Aniston hafa áhyggjur

„Bara tilhugsunin um að missa hann,“ sagði hún með tárvotar kinnar í viðtalinu, sem má sjá hér að neðan.

Leikarinn Matthew Perry, sem var hvað þekktastur fyrir leik sinn í gamanþáttunum Friends, lét allt flakka í ævisögu sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing sem kom út í fyrra. Í bókinni fór hann yfir fíknina, ferilinn og því sem var í gangi á bak við tjöldin á meðan þættirnir voru í loftinu á árunum 1994 til 2004.

Leikarinn var 24 ára þegar hann byrjaði að leika í Friends. Fíknin gerði fljótlega vart við sig og næstu árin sökk hann sífellt dýpra í neyslu. Um tíma var hann að taka inn meira en fimmtíu Vicodin töflur á dag.

Jennifer Aniston gekk á hann

Perry fór í viðtal til Diane Sawyer í fyrra til að ræða um bókina og fortíðina.

„Á þessum tíma hefði ég átt að vera aðalgaurinn á svæðinu. En ég var í dimmu herbergi að hitta dópsala og var aleinn,“ sagði hann við Sawyer.

„Ég var að taka 55 Vicodin, Methodone, Xanax og drekka vodka daglega. Ég var í dái og rétt svo slapp frá dauðanum.“

Hann rifjaði upp þegar Jennifer Aniston talaði við hann um fíknivanda hans.

Hún sagði við Matthew: „Við vitum að þú ert að drekka.“

„Ímyndaðu þér hversu ógnvekjandi augnablik þetta var,“ sagði hann alvarlegur og meyr.

„Hún var sú sem reyndi að hjálpa mér mest. Ég er mjög þakklátur fyrir það.“

Leikarinn sagði að að hann hafi skrifað bókina því honum hafi þótt „mikilvægt að gera eitthvað sem gæti hjálpað fólki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram