fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir að Íslendingar væru með evru ef Samfylking hefði ekki slitið stjórnarsamstarfi árið 2009

Eyjan
Miðvikudaginn 8. nóvember 2023 14:54

Benedikt Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, er á því að Íslendingar væru nú að nota evruna sem gjaldmiðil ef að Samfylkingin hefði ekki slitið stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í byrjun árs 2009.

Þetta kemur fram í nýjasta þætti Spjallsins með Frosta Logasyni þar sem Benedikt rifjar upp að Bjarni Benediktsson, utanríkismálaráðherra og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, var orðinn talsmaður evrunnar innan sjálfstæðisflokksins. Rifjar Benedikt upp fund í Valhöll þar sem að Bjarni var talsmaður slíkrar sjónarmiða. Það fór ekki vel í alla fundarmenn.

„Það var maður út í sal sem tók af sér skóinn og ætlaði að fara að henda í hann,“ segir Benedikt. Telur hann að það hafi munað sáralitlu að Sjálfstæðisflokkurinn snerist á þá línu að styðja upptöku evrunnar á þessum tíma.

„Ef Samfylkingin hefði ekki hlaupið út úr ríkisstjórninni árið 2009 þá hefði verið haldinn landsfundur Sjálfstæðisflokksins, það hefði verið stefnt að því að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi en það hefði ekki verið hægt öðruvísi en að fara þá inn í þessar aðildarviðræður,“ segir Benedikt. Hann dregur meðal annars þessa ályktun út frá því að hann starfaði innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma og hitti og ræddi við mikið af fólki innan fólksins.

Benedikt leggur þó áherslu á að margir innan flokksins hafi verið eindregnir andstæðingar aðildarviðræðna. „Þekktastur er nú fyrrverandi formaður flokksins og ritstjóri Morgunblaðsins,“ segir Benedikt.

Þá bendir hann á að allt hafi logað í íslensku samfélagi vegna efnahagshrunsins á þessum tíma og því jafnvel ekkert víst að ríkisstjórnin hefði getað haldið áfram þó að vilji beggja stæði til þess. En hefði það gerst er Benedikt, sem er eindreginn talsmaður upptöku evru, á því að hlutirnir hefðu þróast á betri veg að hans mati.

Hér má sjá brot úr þættinum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt