Íslenska landsliðið heldur til Miami í janúar og mun þar spila tvo æfingaleiki. Ljóst er að leikmenn frá Norðurlöndum geta tekið þátt.
Þeir sem spila í sterkustu deildum Evrópu geta hins vegar ekki tekið þátt enda er ekki um að ræða alþjóðlegt verkefni.
„Við spilum tvo leiki í Miami en ég veit ekki hverja við mætum,“ sagði Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson leikmaður Lyngby gæti tekið þátt en Jóhann Berg Guðmundsson, Willum Þór Willumsson, Hákon Arnar Haraldsson og fleiri verða ekki löglegir.
Það er nokkur hefð fyrir verkefnum í janúar þar sem þjálfarinn fær tækifæri til að skoða fleiri leikmenn.