Thomas Partey miðjumaður Arsenal hefur samkvæmt fréttum farið fram á það að hann fái að fara frá félaginu í janúar.
Partey vill fara til Juventus í janúar og hefur Tutto Mercato heimildir fyrir því að hann hafi farið fram á sölu frá Arsenal.
Partey er þrítugur og er í miklu minna hlutverki hjá Arsenal eftir að Declan Rice var keyptur til félagsins.
Juventus vill styrkja miðsvæði sitt en Juventus hafði áhuga á að fá Partey í sumar.
Óvíst er hvort Arsenal sé tilbúið að leyfa Partey að fara í janúar en það gæti reynst félaginu erfitt að fylla skarð hans.