Í lok ágúst fékk hún loksins íbúð eftir að hafa glímt við mikinn húsnæðisvanda í ár.
Upphafið á erfiðleikunum má rekja til myglu sem fannst í fyrri leiguíbúð þeirra og orsakaði mikil veikindi hjá fjölskyldunni.
Söngkonan er nú aftur í leit að húsnæði.
„Íbúð óskast. Ég þurfti því miður að flytja í gær vegna ófyrirsjáanlegra rakaskemmda þar sem við fluttum. Heilnæmt húsnæði óskast. Heilsa, gleði og bati er nr 1. Og ferðalagið heldur áfram. Þakklæti til ykkar sem vitið um eitthvað,“ skrifaði hún á Instagram.
Þórunn Antonía á einbýlishús í Hveragerði. Um er að ræða fimm herbergja einbýlishús með sórum garði, timburverönd til suðurs og innréttaðri íbúð í bílskúr.
Í fasteignaauglýsingu eignarinnar kemur fram að húsið sé með „einstaka orku“ og sé á vinsælum stað í grónu hverfi rétt við hamarinn. Eignin er 191,1 fermetrar að stærð., þar af er bílskúrinn 50 fermetrar.
Eignin var sett á sölu í apríl og var þá ásett verð 84,9 milljónir. Nú er ekkert ásett verð heldur óskar Þórunn eftir tilboði.
Sjá einnig: Þórunn Antonía selur í Hveragerði
Hægt er að lesa nánar um eignina og sjá fleiri myndir á fasteignavef DV.