Nuno Espírito Santo hefur verið rekinn úr starfi í Sádí Arabíu, hann var stjóri Al-Ittihad en hefur nú verið vikið frá borði.
Nuno gerði Al-Ittihad að meisturum í Sádí á síðustu leiktíð en þetta tímabil hefur farið mjög illa af stað.
Al-Ittihad er eitt af stóru liðunum í Sádí og keypti félagið Karim Benzema, N´Golo Kante og fleiri stjörnu í sumar.
Al-Ittihad hefur hins vegar aðeins unnið tvo af fyrstu níu leikjum tímabilsins og voru stjörnur liðsins ekki sáttar með Nuno.
Segir í fréttum að Benzema og Nuno hafi lent saman á dögunum og það sé ein af stóru ástæðum þess að Al-Ittihad ákvað að reka Nuno í gærkvöldi.