Sævar segir frá þessu á Stjörnufræðivefnum.
„Að morgni fimmtudagsins 9. nóvember 2023 verður sérstaklega glæsileg samstaða Venusar og tunglsins sjáanleg með berum augum í suðaustri. Í gegnum handsjónauka eða litla stjörnusjónauka er útsýnið sérstaklega glæsilegt,“ segir hann.
Hann segir að seinna í fyrramálið, þegar orðið er bjart að degi, megi sjá Venus hverfa á bak við tunglið.
„Líttu eftir því um klukkan 09:10 þegar tunglið byrjar að ganga fyrir Venus. Venus birtist svo aftur sjónum okkar rétt fyrir klukkan 10:00. Gott er að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til að fylgjast með því.“
Sævar segir að Venus og tunglið mætist á himni í hverjum mánuði ef bæði fyrirbæri eru á lofti. Þetta stefnumót endurtekur sig aftur að morgni 9. desember næstkomandi en þá verður bilið á milli þeirra mun meira.
Nánar má fræðast um þetta á Stjörnufræðivefnum.