fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
FókusKynning

Síðasti kossinn: „Sýnið maka ykkar í dag hvað þið elskið hann mikið – því ég missti minn og get það ekki lengur“

Hjartnæmt bréf ungs manns sem missti kærustuna sína í bílslysi

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjartnæmt bréf ungs Ástrala, Scott Riley, sem hann skrifaði í kjölfar dauða kærustu sinnar hefur vakið mikla athygli á Facebook undanfarna daga. Darcy-Jaine Hopwood lést í bílslysi skammt suður af Melbourne síðastliðinn laugardag. Í bréfinu skrifar hann um mikilvægi þess að sýna ástvinum sínum umhyggju því lífið getur tekið óvænta stefnu þegar maður býst síst við því.

Darcy var tuttugu og tveggja ára þegar hún lést, en þau Scott ætluðu að flytja til Evrópu síðar í þessum mánuði. Í bréfinu segir Scott meðal annars frá því að hann hafi ætlað á næstu vikum að biðja hana um að kvænast sér. Bréfið birtist hér að neðan í íslenskri þýðingu.


„Gerið það lesið þetta, deilið þessu. Gerið það. Ég hvet alla um að koma fram við maka sinn eins og hann sé kóngur eða drottning. Gerið það fyrir mig. Sýnið maka ykkar hvað þið elskið hann mikið í dag – því ég missti minn og get það ekki lengur. Snemma í morgun þegar ég var að byrja að skipuleggja valentínusardaginn með ástinni í lífi mínu fékk ég símtal. Í því var mér sagt að ég myndi aldrei sjá þessa ótrúlegu stúlku aftur. ALDREI. Hún hafði verið tekin frá mér og er nú með Guði.

Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast. Við ætluðum að flytja til Evrópu eftir tíu daga og ég ætlaði að biðja hana að giftast mér! Við vorum búin að skipuleggja að vera saman það sem eftir væri, gera frábæra hluti. Ég vildi óska þess að ég gæti haft stúlkuna mína við hlið mér í eitt kvöld í viðbót, segja henni að hún sé örugg í örmum mínum.

Ég hvet ykkur til að meta þá ást sem er allt í kringum ykkur, dásama hana og njóta hennar. Gerið það fyrir mig. Í gærmorgun þegar ég fór kyssti ég hana á varirnar en mér datt aldrei í hug að það yrði í síðasta skiptið.

Ég elska þig, Darcy.“


Færslu Scotts hefur verið deilt rúmlega 40 þúsund sinnum og óhætt að segja að sannleikskorn sé í því sem hann segir. Sjálfur segist hann vera hrærður yfir viðbrögðunum við færslunni, en það sé erfitt að sætta sig við að Darcy sé nú farin fyrir fullt og allt. „Ég hef fengið þúsundir skilaboða frá fólki og það yljar mér um hjartarætur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni