Erik ten Hag, stjóri Manchester United hefur fengið mikla gagnrýna á sig vegna gengis Manchester United undanfarnar vikur.
United hefur verið í brekku eftir ágætis fyrsta tímabil en þetta tímabil hefur farið illa af stað.
En þegar tölfræðin er skoðuð er Ten Hag sá besti sem United hefur haft eftir að Sir Alex Ferguson hætti árið 2013.
Ten Hag er með 62,8 prósent sigurhlutfall sem er það besta sem sést hefur hjá United frá því að Ferguson hætti.
Það er betra en Jose Mourinho og Louis van Gaal náðu að afreka eins og sjá má hér að neðan.