Niðurstaða nýrrar rannsóknar, sem hefur verið birt í vísindaritinu Earth-Science Reviews, sýnir fram á að þessi dýr, sem lifðu í sjó, dóu út á 5 milljóna ára tímabili þegar sjávarborð lækkaði.
Tegundin heitir Mavinoxhosan biota. Í tæpar tvær aldir hafa vísindamenn velt fyrir sér af hverju tegundin dó út að sögn Cameron Penn-Clarke, aðalhöfundar rannsóknarinnar. „Þetta er 390 milljóna ára gömu morðgáta,“ sagði hann.
Þegar tegundin dó út var heimsálfan Gondwan nærri þar sem nú er Suðurpóllinn. Hún skiptist síðan upp í það sem nú eru Afríka, Suður-Ameríka, Ástralía, Suðurskautslandið, Indland og Arabíuskagi. Gondwan myndaðist fyrir 600 milljónum ára þegar ofurheimsálfan Pangaea brotnaði upp. Gondwan brotnaði síðan upp fyrir um 180 milljónum árum.
Fjöldi dýra- og plöntutegunda bjó á og við Gondwana, þar á meðal Malvinoxhosan biota. Lítið er vitað um þessa tegund sem bjó í sjó þar sem Suður-Afríka er núna. Nokkrar tegundir tilheyrðu þessari tegund sem var einhverskonar yfirtegund. En fyrir 390 milljónum til 385 milljónum ára dóu allar þessar undirtegundir og þar með yfirtegundin út.
Ein eins og áður sagði þá hafa vísindamenn nú loks ráðið þessa „morðgátu“. Þeir rannsökuðu mörg hundruð steingervinga af dýrum af þessari tegund og lögðu sérstaka áherslu á að skoða hvar þeir fundust, á hvaða dýpi og jarðfræðina á fundarstöðunum. Með þessu gátu þeir gert tímalínu um hvað gerðist á svæðinu og þannig sjá að yfirborð sjávar lækkaði mikið á um 5 milljóna ára tímabili og þar með þurrkaðist tegundin út.