fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Pressan

Segja óumflýjanlegt að íshellan á vesturhluta Suðurskautslandsins bráðni

Pressan
Sunnudaginn 12. nóvember 2023 14:30

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá British Antarctic Survey segja að bráðnun íshellunnar á vesturhluta Suðurskautslandsins muni verða hraðari á næstu áratugum og þetta sé „óumflýjanleg“ afleiðing hnattrænnar hlýnunar.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn þeirra sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature Climate Change.

Í henni kemur fram að jafnvel þótt mannkyninu takist að ná tökum á losun gróðurhúsalofttegunda og takmarka hækkun hita, miðað við það sem hann var áður en iðnvæðingin hófst, við 1,5 gráður muni bráðnunin færast í aukana og verða þrisvar sinnum hraðari það sem eftir lifir aldarinnar en var á síðustu öld.

Live Science segir að samkvæmt því sem Kaitlin Naughten, aðalhöfundur rannsóknarinnar, hafi sagt þá virðist sem mannkynið hafi misst stjórn á bráðnun íshellunnar á vesturhluta Suðurskautslandsins. „Ef við vildum varðveita hana á sögulegu stigi hennar, hefðum við þurft að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingunum fyrir mörgum áratugum síðan,“ sagði hún.

Svo mikið vatn er frosið á vesturhluta Suðurskautsins að ef það bráðnar mun yfirborð sjávar hækkaa um 5 metra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?

Hver er munurinn á mandarínum og klementínum?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni

Heimilislausi maðurinn átti sér leyndarmál í geymslunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni

Hringdi í lögregluna þegar brotist var inn hjá honum – Skotinn til bana af lögreglumanni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu

Sagði 13 ára syni sínum að hann væri aumingi af því að hann vildi ekki stunda kynlíf með vændiskonu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“